Hvað er svona merkilegt við edik?

Edik þykir gagnlegt á flesta bletti.
Edik þykir gagnlegt á flesta bletti. mbl.is/Thinkstockphotos

Edik er í dag aðallega notað við matreiðslu en hefur í gegnum tíðina einnig verið notað í læknisfræðilegum tilgangi og við heimilisþrif. Það getur tekið allt að 10 ár að gerja hágæðaedik en í skyndibitageiranum allt niður í 20 klst.

Edik hefur lágt sýrustig sem leysir upp óhreinindi og sápuleifar en er líka svo milt að hægt er að nota það í blöndu til að þrifa harðviðargólfefni. Edikið er líka náttúrulegur lyktareyðir sem dregur í sig lyktina en hylur hana ekki. Ediklyktin hverfur svo um leið og það þornar. Þar sem það eru engin litarefni í ediki skilur það ekki eftir neinn lit í fúgunni milli flísa.

Einföld blanda samanstendur af jöfnum hlutföllum af borðediki og vatni. Þessa lausn má nota í eldhúsinu til að þrífa eldhúsbekkina, helluborð og hellur og veggi. Á baðherberginu nýtist lausnin til að þrífa borðin á innréttingum, gólfin, sturtur, utan á salernisskálum og næstum hvað sem er. Ef flöturinn er mjög óhreinn er ráð að verma lausnina þangað til hún verður volg, sprauta á flötinn og láta standa í 10-15 mínútur og nudda svo óhreinindin af.

Óblandað edik

Óblandað borðedik, beint úr brúsanum, leysir erfiðari þrifvandamál á augabragði. Notið óblandað borðedik til þess að þrífa innan úr salernisskálinni. Byrjið á því að hella kröftuglega úr fötu af vatni til þess að tæma skálina af vatni. Hellið edikinu um skálina og notið klósettbursta til að hreinsa burt óhreinindi og lykt.

Ef sturtuhausinn hefur stíflast vegna uppsöfnunar steinefna og kalks er hægt að nota óblandað edik til að bjarga málunum. Settu ¼ til ½ bolla af ediki í poka, settu hausinn ofan í og láttu standa í minnst tvo tíma, helst yfir nótt. Skolaðu svo hausinn og nuddaðu hann til að fá fallegan gljáa.

Edik er með mjög lágt sýrustig sem leysir upp óhreinindi en er nógu milt til að valda engum ertingi eða skemmdum á fatnaði eða yfirborði. Það er náttúrulegur lyktareyðir og því hentar það einstaklega vel til að eyða lykt úr íþróttafötum sem oft vilja taka mikla lykt í sig. Edik er ekki ilmgjafi heldur dregur það lyktina í sig, eyðir lyktinni, og ediklyktin hverfur svo eins og dögg fyrir sólu um leið og það þornar.

Margir eru farnir að nota edik í stað mýkingarefnis. Það er skynsamlegt því sýrustigið mýkir fatnaðinn en fer betur með hann en venjulegt mýkingarefni. Það er líka mun umhverfisvænna – hvort sem litið er til framleiðslu eða losunar út í náttúruna.

Eins og áður sagði leysir edik upp óhreinindi og því er það einstaklega gott til blettalosunar. Ef fatnaðurinn er blettóttur er ráð að setja hann í bleyti yfir nótt í heitu vatni með hálfum bolla af ediki.

Edik er afrafmagnandi og því mun það hjálpa til við að halda kuski og hárum úr fatnaði sem vanalega dregur mikið að sér.

Edik hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og nú þykir enginn maður með mönnum nema þrífa með ediki og má því segja að edikið hafi öðlast langþráða uppreist æru. Það er því ljóst að lífið væri ögn erfiðara ef ediksins nyti ekki við auk þess sem það er mun umhverfisvænna en hefðbundin hreinsiefni sem hljóta að teljast gleðifregnir.

Venjulegt borðedik og sítróna eru umhverfisvæn og góð hreinsiefni.
Venjulegt borðedik og sítróna eru umhverfisvæn og góð hreinsiefni. mbl.is/Þorkell Þorkelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert