Magnað matarpartí

Gestafjöldi er mikill og sjálfboðaliðar hlaupa á þúsundum.
Gestafjöldi er mikill og sjálfboðaliðar hlaupa á þúsundum. mbl.is/Aðsend

Ólafur Ágústsson og Hinrik Carl Ellertsson frá DILL, Sæmundi í sparifötunum á KEX hosteli og nafnlausa veitingahúsinu Hverfisgötu 12 tóku þátt í einni stærstu matar- og drykkjarhátíð Bandaríkjanna. Hátíðin heitir FEAST Portland og er haldin ár hvert í Portland í Oregonríki. Á hverju ári koma saman mörg hundruð kokka, bruggara, veitingahúsaeigenda og annarra framleiðenda til að sýna kraftinn og orkuna sem matarsenan í Portland hefur upp á bjóða. Mikið var um dýrðir og var meðal annars sérleg kokteilvél á staðnum sem blandaði hinn fullkomna Negroni.

„Margir af virtustu kokkum Bandaríkjanna taka þátt í ár og er því mikill heiður og viðurkenning fyrir okkur að fá að vera með. Hátiðin fer fram í mörgum viðburðum úti um alla borg og koma þúsundir sjálfboðaliða að henni,“ segir Ólafur Ágústsson. Ólafur starfar sem framkvæmdarstjóri á Sæmundi í sparifötunum á KEX hosteli og sömuleiðis DILL Restaurant og Hverfisgötu 12. Hinrik Carl er rekstrarstjóri DILL og sömuleiðis yfirmatreiðslumaður á Hverfisgötu 12. 

„Okkur var boðið að taka þátt í því sem heitir Brunch Village sem er á sunnudegi frá kl. 11-14.“ Það seldust fljótt upp þeir 1.800 miðar sem í boði voru á viðburðinn en Brunch Village fór fram á Pioneer Square í miðborg Portland á sama tíma og Portland-maraþonið þannig að það var mjög mikill fólksfjöldi á svæðinu.

Íslenskur morgunverðarkokteil með smárétt ofan á. Fullkomið í þynnkunni.
Íslenskur morgunverðarkokteil með smárétt ofan á. Fullkomið í þynnkunni. mbl.is/Aðsend
Morgunkokteilinn sem íslenski hópurinn bauð upp á.
Morgunkokteilinn sem íslenski hópurinn bauð upp á. mbl.is/Aðsend
Mögnuð heimasmíðuð kokteilvél sem hellir´i hin fullkomna Negroni.
Mögnuð heimasmíðuð kokteilvél sem hellir´i hin fullkomna Negroni. mbl.is/Aðsend
mbl.is/Aðsend
mbl.is/Aðsend
Íslenska teymið að störfum.
Íslenska teymið að störfum. mbl.is/Aðsend
Einn af íslensku drykkjunum sem boðið var upp á var …
Einn af íslensku drykkjunum sem boðið var upp á var skyr með birkisírópi, stökkum byggflögum og skógarberjum. mbl.is/Aðsend
Meðal viðburða á hátíðinni voru pallborðs umræður með hinum ýmsu …
Meðal viðburða á hátíðinni voru pallborðs umræður með hinum ýmsu matar- og vínsérfræðingum. mbl.is/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert