Ostakakan hans Steina er engri lík

Þessi slær alltaf í gegn uppi á Mogga.
Þessi slær alltaf í gegn uppi á Mogga. mbl.is/TM

Þessari uppskrift stálum við frá Þorsteini Ásgrímssyni aðstoðarfréttastjóra á mbl.is. Kremið er lykillinn að velgengni kökunnar sem prýðir oft fréttafundi á Mbl.is og tryggir þannig brosandi blaðamenn langt fram eftir degi. 

Með kökunni bauð Steini upp á hindber úr Garðabæ. Mikil natni og umhyggja við garðrækt skilar sér í einstaklega sætum og safaríkum berjum sem eru auðvitað handtínd.  

Ostakaka ala Steini

Botn:
250 g makkarónukökur grófmuldar
75 g brætt smjör (dreift jafnt yfir makkarónukökurnar) 

Fylling:
1/2 l þeyttur rjómi
300 g rjómaostur
200 g flórsykur
2 tsk. vanillusykur

Rjóminn er fyrst þeyttur og eftir það settur frá. Flórsykurinn, rjómaosturinn og vanillusykurinn eru þar næst þeyttir saman. Rjómanum er svo bætt út í og hrært saman. Þessu er svo hellt yfir botninn og jafnað vel út. Því næst er botninn frystur.  

Krem:
200 g suðusúkkulaði
3 msk. rjómi, brætt saman og kælt aðeins.
1 dós sýrður rjómi bætt út í og hrært vel.

Öllu er þar næst hellt yfir frosna botninn.
 Skreytt með jarðarberjum. 
Hindberin eru úr Garðabæ en Þorsteinn kemur daglega með stórt …
Hindberin eru úr Garðabæ en Þorsteinn kemur daglega með stórt box í vinnuna. mbl.is/TM
Sýrði rjóminn í súkkulaðikreminu er algjört dúndur.
Sýrði rjóminn í súkkulaðikreminu er algjört dúndur. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert