Ruslatunna sem þjappar sjálf ruslið

Ruslatunnan er stílhrein og elegant.
Ruslatunnan er stílhrein og elegant. mbl.is/Joseph Joseph

Lífið verður stöðugt einfaldara í eldhúsinu þökk sé endalausri hugvitsemi hönnuða en nú kynnum við til leiks ruslatunnu sem sér sjálf um að þjappa ruslinu sem gerir það að verkum að hún tekur mun meira en við eigum að venjast.

Ruslatunnan sniðuga frá Joseph Joseph er hugsuð fyrir heimilið. Hún er einföld og elegant (sem skiptir auðvitað máli), ruslatunnan hefur innbyggðan þjöppunareiginleika fyrir heimilisrusl. Það gerir ruslatunnunni kleift að taka við þrisvar sinnum meira magni en hefðbundnar ruslatunnur. Með því að þjappa ruslinu þarf að tæma ruslið sjaldnar og minnkar einnig notkun á plastpokum.

Ruslaþjappan er einnig hönnuð til þess að rífa hvorki né teygja pokann og hægt er að skipta um síu sem kemur í veg fyrir alla lykt.

Til að toppa herlegheitin er búið að prófa hana 100.000 sinnum til að tryggja að græjan virki um ókomin ár og svo fylgir líka 10 ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum.

Við erum frekar hrifin af þessu en græjan góða fæst í Epal.

Hér má sjá hvernig hún virkar.
Hér má sjá hvernig hún virkar. mbl.is/Joseph Joseph
Svona er hún að innan.
Svona er hún að innan. mbl.is/Joseph Joseph
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert