Mikilvægasta eldhúsáhaldið að mati meistarakokks

Anthony Bourdain.
Anthony Bourdain. mbl.is

Flestir þekkja Anthony Bourdain enda er hann skoðanamikill sjónvarpskokkur sem hefur ferðast um heiminn og meðal annars gert heilan þátt á Íslandi. Hann liggur yfirleitt ekki á skoðunum sínum og eitt af því sem hann þolir ekki er Frappuchino! Hann er einnig mikill talsmaður þess að börn fái að prófa alls kyns mat og var dóttir hans farin að borða ostrur einungis þriggja ára gömul. Ég er ekki viss um að hefðbundið heimilisbókhald réði við slíka ævintýramennsku en gott hjá honum.

En Bourdain gefur endrum og eins góð ráð sem vert er að deila og þetta er eitt af þeim. Á frumsýningunni á nýjustu þáttunum hans Wasted! The Story of Food Waste, deildi hann þeirri skoðun sinni að mikilvægasta áhaldið í hverju eldhúsið væri... góður hnífur. Mælti hann meira að segja með Global hnífunum sem fást m.a. annars hér á landi og verið vinsælir og við sjáum ekkert athugavert við þau meðmæli og tökum heils hugar undir það sem hann segir því góðir hnífar geta öllu breytt.

Það skiptir líka máli að brýna hnífana reglulega og halda þeim í horfinu. Flestir matreiðslumenn ganga til að mynda með hnífana sína í sérstökum töskum eða geyma þá á veggnum á hnífaseglum til að vernda bitið.

Góða hnífa er hægt að kaupa víða hér á landi og þá mælum við ekki síst með sérvöruverslunum fyrir eldhús.

Global hnífarnir eru góðir byrjendahnífar að mati Bourdain.
Global hnífarnir eru góðir byrjendahnífar að mati Bourdain. mbl.is/Global
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert