Fimm mínútna tertan sem ærði Sigga

Siggi var ánægður með glaðninginn frá Alberti.
Siggi var ánægður með glaðninginn frá Alberti. mbl.is/Siggi Gunn

Bergþór Pálsson mætti í viðtal til Sigga Gunnars á K100 og hafði með sér forláta köku sem sambýlismaður hans, Albert Eiríksson, hafði sent hann með. Albert er lesendum Matarvefjarins að góðu kunnur enda afar snjall í eldhúsinu og við elskum bloggið hans. 

Við hvetjum ykkur til að hlutsta á hlusta á viðtalið enda er það með afbrigðum skemmtilegt eins og við er að búast þegar herramenn á borð við Sigga og Bergþór ræða lífsins mál. 

Sjá frétt: Þjónn tónlistarinnar (eða Albert og Siggi leysa lífsgátuna)

Eplaterta á 5 mínútum

  • 4 epli
  • safi úr einni sítrónu
  • ca 200 g makkarónukökur (uþb 2/3 úr poka)
  • 1/4 l rjómi
  • 1 lítil dós KEA-vanilluskyr
  • smá vanilla

Aðferð:

Rífið eplin í skál og kreistið sítrónusafann yfir. Myljið makkarónukökurnar frekar gróft og blandið saman við. Setjið í form – þjappið laust. Þeytið rjómann, bætið skyrinu og vanillunni saman við og setjið yfir eplin. Jafnið með sleikju og stráið í lokin kakói yfir.

Til tilbreytingar má nota gríska jógúrt í staðinn fyrir vanilluskyr og blanda ferskum jarðarberjum saman við.

Girnileg er hún.
Girnileg er hún. mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert