Svona skerð þú súrdeigsbrauð

Súrdeigsæði ríkir hérlendis en súrdeigsbrauð eru erfið viðureignar þegar kemur …
Súrdeigsæði ríkir hérlendis en súrdeigsbrauð eru erfið viðureignar þegar kemur að skurði. mbl.is/Íris Ann

Eitt af aðaleinkennum súrdeigsbrauðs er hversu stökk skorpan á því er og þar af leiðandi er oft erfitt að skera brauðið. Matarvefurinn hafði samband við veitingastaðinn The Coocoo's Nest þar sem hver brauðsneið er handskorin en staðurinn er víðfrægur fyrir súrdeigsbrauð sitt. Þess má geta að stjörnukokkurinn Jamie Oliver heldur sérstaklega upp á veitingastaðinn og súrdeigssamlokurnar. 

Lucas Keller, matreiðslumaður og eigandi staðarins, gaf okkur eftirfarandi leiðbeiningar. 

1. Notið góða brauðsög með tönnum, þ.e.a.s. ekki sléttan hníf. 

2. Setjið brauðið á skurðarbretti. Ef brettið er óstöðugt eða rennur til á borðinu er gott að setja viskastykki undir brettið.

3. Skerið hleifinn í tvennt langsum. 

mbl.is/Íris Ann

4. Látið brauðið liggja á sárinu og skerið í hálfar sneiðar.

mbl.is/Íris Ann

Lucas segir tilvalið að frysta brauðið í sneiðum og skella því frosnu í ristina. Einnig selja þau 100% vistvæna og lífræna brauðpoka úr efni en brauðin geymast betur í þeim. Pokarnir eru uppseldir en væntanlegir á næstu dögum.

Sara María hjá Forynju hefur svo silkiprentað einkennismerki staðarins á …
Sara María hjá Forynju hefur svo silkiprentað einkennismerki staðarins á pokana en það er hannað af Lucasi. mbl.is/Íris Ann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert