Uppáhalds eldhústæki Sollu á Gló

Solla á Gló heldur úti stórkostlegu matarbloggi ásamt dóttur sinni …
Solla á Gló heldur úti stórkostlegu matarbloggi ásamt dóttur sinni Hildi á maedgurnar.is mbl.is/Árni Sæberg

Solla á Gló er í eldhúsinu heilu og hálfu dagana og því lék okkur forvitni á að vita hvaða eldhústæki hún notar mest og gæti ekki verið án. 

Nr 1. „Vitamix-blandarinn minn. Ég hreinlega elska hann og gæti ekki verið án hans.“

Solla á Vitamix blandara og notar þá einnig á Gló.
Solla á Vitamix blandara og notar þá einnig á Gló. mbl.is/


Nr 2. „Góður hnífur gerir alla eldhúsvinnuna skemmtilegri. Ég mæli með lituðu hnífunum sem fást í Prógastró.“ 

Solla elskar litríkan mat og ekki skemmir fyrir að eiga …
Solla elskar litríkan mat og ekki skemmir fyrir að eiga litríka hnífa í stíl sem hleypa meiri gleði inn í eldhúsið.


Nr 3. „Spíralskeri. Geðveik uppfinning sem hjálpar öllum að borða meira grænmeti.“

Spíralskerar koma í ýmsum útfærslum og fást víða.
Spíralskerar koma í ýmsum útfærslum og fást víða. mbl.is/


Nr 4. „Piparkökuform til að skera út grænmeti, jiiiiiii hvað það er borðað mikið meira af hráu grænmeti þegar barnabörnin koma í heimsókn því þau skera út stjörnur og hjörtu og blóm og allskonar og háma í sig.“

Það er gaman að skera ávexti og grænmeti út og …
Það er gaman að skera ávexti og grænmeti út og raða á bakka. mbl.is/theasianparent.com
5. „Grænmetisbursti! Ég reyni að kaupa sem mest lífrænt og þarf því að þvo og bursta grænmetið vel. Ég er með bursta úr brúnum stífum stráum sem mig minnir að ég hafi keypt í Kokku.“
Grænmetisburstar eru snilld. Þessi fæst í verslun SÍBS á vefnum.
Grænmetisburstar eru snilld. Þessi fæst í verslun SÍBS á vefnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert