Svona lætur þú ilmkertið endast

Ilmkertin frá WoodWick eru með kveik sem snarkar í líkt …
Ilmkertin frá WoodWick eru með kveik sem snarkar í líkt og í arineld. Fæst í Blómaval. mbl.is/

Vinsældir ilmkerti virðast engum hæðum geta náð. Ilmkerti fyrir mörg þúsund mokseljast og virðist fólk ekki setja fyrir sig að eyða á bilinu 5-10 þúsund fyrir vænt ilmkerti. Ilmkertin koma í ótrúlegustu ilmum og jafnvel með kveik sem snarkar eins og arineldur.

En hvernig er best að brenna kertin til að láta rándýran unaðinn lifa lengur ? Hér koma nokkur ráð frá sérlegum ilmkertaséníum.

1. Fyrst þegar kveikt er á kertinu skal láta það brenna alveg út að börmum kertisins. Þá brennur það jafnar eftir 

2. Kveikurinn á það til að verða mjög langur og jafnvel mynda kúlu á endanum á kveiknum. Kúluna skal klippa burt og leitast við að hafa kveikinn jafn stuttan og þegar þú kveiktir fyrst á kertinu. Þá ósar kertið heldur ekki.

3. Góð ilmkerti gefa ilm fljótlega eftir ða kveikt er á þeim. Þá má vel láta það brenna út að börmum og slökkva svo en lyktin lifir nokkuð lengi eftir að slökkt hefur þar sem vaxið er bráðið.

Gin og mintu ilmkertið frá breska merkinu Heal er guðdómlegt …
Gin og mintu ilmkertið frá breska merkinu Heal er guðdómlegt og hefilegt trít fyrir þá sem vilja helst drekka gin alla daga. mbl.is/
Voluspá er einna vinsælasta ilmkertamerkið hérlendis.
Voluspá er einna vinsælasta ilmkertamerkið hérlendis. mbl.is/
Völuspákertin eru notuð til skreytinga ekki síður en ilmgjafar.
Völuspákertin eru notuð til skreytinga ekki síður en ilmgjafar. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert