Auka sykurinnihaldið í Nutella

Nutella er vinsælt hjá mörgum þótt það sé töluvert umdeilt sakir mikils sykurinnihalds. Nú hafa framleiðendur hnetusmjörsins vinsæla ákveðið að breyta uppskriftinni og eins og búast mátti við er allt vitlaust.

Flestir hefðu haldið að breytingin væri til batnaðar en það er alls ekki svo. Breytingarnar eru tvíþættir. Annrsvegar fer hlutfall léttmjólkurdufts upp í 8,7% úr 7,5% en það sem meiri athygli vekur er að sykurinnihaldið hækkar úr 55,9% í 56,3%

Framleiðandi Nutella hefur þó fullvissað aðdáendur vörunnar um að einungis sé um minni háttar breytingar að ræða og bragðið muni ekkert breytast. Það á þó eftir að koma í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert