Nespresso opnar í Kringlunni í dag

Verslunin er staðsett á 2 hæð í Kringlunni.
Verslunin er staðsett á 2 hæð í Kringlunni. mbl.is/aðsend
<div>

<span>Fyrsta Nespresso verslunin opnar hérlendis í Kringlunni í dag en ófáir kaffiunnendur hafa beðið eftir þessum degi með mikilli eftirvæntingu. „Sjálft opnunarpartýið verður þó ekki fyrr en 7 desember <span>og svo erum við einnig með öfluga vefverslun þar sem viðskiptavinir geta fengið kaffið sitt sent heim,</span>“ segir Katrín Amni markaðssérfræðingur hjá Nespresso á Íslandi. </span>

</div>

Matarvefurinn elskar að gera góð kaup svo Katrín var pumpuð uns tilboðsjátningarnar komu. „Yfir grand opening helgina sem er 7. - 10. des verða opnunartilboð. Gott tilboð verður af öllum kaffivélum og fylgihlutum. VIð bjóðum uppá kaffivélar, kaffiflóara og ýmsa aðra fylgihluti, til dæmis fallegu PURE, VIEW og TOUCH bollarnir okkar sem eru til í ýmsum stærðum eftir því hvernig kaffi þú vilt drekka,“ segir Katrín sem sjálf er forfallinn kaffifíkill.

Kaffið ódýrara en í Bandaríkjunum 

<span>Samfélagsmiðlar hafa þó nokkuð velt fyrir sér hvernig verðlagningin verður en algengt er að fólk sé að versla í Nespresso verslunum erlendis og bera góssið á milli landa.  „</span>Við leggjum áherslu á að vera samkeppnishæf og verður kaffi ódýrara hér en í USA, og einnig ódýrara en að kaupa það í Evrópu og fá sent hingað til lands.“

Til viðmiðunar mun Aeroccino 3 kosta 12.995 kr og Aeroccino 4 kosta 14.995 kr. Fyrir þá sem ekki þekkja er um að ræða sérlegan mjólkurflóara sem nýtur ákaflega mikilla vinsælda víða um heim. 

Mörgum umhverfisunnendur liggur þungt á hjarta að hver kaffiskammtur sé sérpakkaður í ál og því um mikla álsóun að ræða. Katrín segir mikla breytingu hafa orðið þar á síðustu ár en nú er hægt að endurvinna hylkin. „Nespresso leggur gríðarlega mikla áherslu á umhverfis- og endurvinnslumál. Í verslun okkar verður sérstök skilastöð þar sem við hvetjum alla til þess að koma með notuð Nespresso álhylki. Markmið okkar er að svo að fjölga þessum skilastöðvum á næstu misserum  þannig að aðgengið verði hvað auðveldast til þess að koma hylkjunum til okkar svo þau geti öðlast nýtt líf,“ segir Katrín og bætir við að sjálfbær gæði eru drifkraftur Nespresso.

Kaffi er ekki bara kaffi. Hér má sjá mismunandi bragðtegundir.
Kaffi er ekki bara kaffi. Hér má sjá mismunandi bragðtegundir. mbl.is/aðsend
Endurvinnsluskilunarstöð er í versluninni.
Endurvinnsluskilunarstöð er í versluninni. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert