Pestójólatré á aðventunni

Hversu girnilegt er þetta?
Hversu girnilegt er þetta? mbl.is/Ljúfmeti og lekkerheit

Þetta finnst okkur svo snjallt að við misstum það pínu. Hér er um að ræða pestójólatré sem snillingurinn hún Svafa á Ljúfmeti og lekkerheit á heiðurinn af. Þetta virðist fremur viðráðanlegt og þarfnast frekar verkvits en endilega eðlisgreindar þannig að það ættu allir að ráða við þetta – líka þeir sem blómstra ekkert endilega í eldhúsinu.

En lekkert er það og við erum nokkuð viss um að það muni slá í gegn.

Pestójólatré

  • 2 rúllur ferskt smjördeig
  • 1 lítil krukka pestó
  • 1 upphrært egg
  • maldonsalt

Rúllið annari smjördeigsrúllunni út á ofnplötu. Smyrjið pestó yfir og leggið hina smjördeigsrúlluna yfir. Þrýstið saman þannig að ekkert loft sé á milli. Skerið út jólatré og skerið síðan lengjur upp jólatréð sem er síðan snúið til að mynda greinar. Penslið jólatréð með upphrærðu eggi og stráið maldonsalti yfir. Bakið við 200° á blæstri í um 10-12 mínútur eða þar til jólatréð er orðið loftkennt og hefur fengið fallegan lit. Berið strax fram. Gestirnir brjóta greinar af trénu og borða eins og stangir.

Svona lítur tréð út áður en það fer inn í …
Svona lítur tréð út áður en það fer inn í ofn. mbl.is/Ljúfmeti og lekkerheit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert