Langa með sveppum og ljúffengri sósu

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili.
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. mbl.is/TM

Ég hef mikið dálæti á pönnufiski eftir ótal heimsóknir á fiskistaðinn Messann. Hér kemur stórgóð uppskrift að pönnufiski í sinnepssósu sem er mín eigin útfærsla á matarást minni á þeim stað.

Langa með sveppum og ljúffengri sósu
Fyrir 4 

800 g langa 
2 dl heilhveiti 
1 box sveppir
3-4 msk smjör 
1-2 dl rjómi 
200 g rjómaostur 
1 msk hunang 
1 tsk dijonsinnep 
salt 
pipar
150 g spínat 
60 g vínber, skorin í tvennt 
20 litlar soðnar kartöflur 

Gott er að bæta smá karríi eða chilipipar við ef fólk vill meira bragð. Skolið og þerrið fiskinn. Smjörsteikið sveppina og setjið til hliðar. 

Veltið því næst fiskinum upp úr heilhveiti og smjörsteikið á pönnu við nokkuð háan hita 2 mín. á hvorri hlið uns fer að gyllast. Lækkið hitann og setjið rjóma og rjómaost út í og látið malla í sósu.

Bætið hunangi, sinnepi og sveppum við. Setjið lokið á og látið malla við vægan hita í 10 mínútur.

Smakkið til með salti og pipar.

Bætið soðnum kartöflum í heilu lagi út á pönnuna og toppið með spínati og vínberjum.
mbl.is/TM
Gott er að bæta smá karrý eða chillípipar við ef …
Gott er að bæta smá karrý eða chillípipar við ef fólk vill meira bragð. Mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert