Ramsay tekinn í bakaríið

Gordon Ramsay.
Gordon Ramsay. mbl

Breski ofurkokkurinn Gordon Ramsay er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum þegar kemur að eldamennsku - þá ekki síst þegar kemur að eldamennsku annarra. Því er það alltaf bráðfyndið (ég veit!) þegar hann fær sjálfur á baukinn. 

Ramsay var á dögunum að elda fyrir thaílenska munka í þættin sínum The F Word. Þar fékk hann að elda Pad Thai sem er einn af þjóðarréttum landsins og er ekki annað hægt að segja en að viðtökurnar hafi verið blendnar. 

Hér fyrir neðan er myndbrotið sem sýnir eldamennskuna og viðbrögðin og er ekki annað að sjá en að Ramsay taki gagnrýninni nokkuð vel þrátt fyrir að vera afskaplega undrandi. 

Myndbrotið hefur farið um samfélagsmiðla eins og eldur í sinu og þykir þetta almennt fremur skemmtilegt áhorfs og mjög svo óvænt þar sem Ramsay er almennt talinn einn besti kokkur heims. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert