Svona eyðir þú vondri lykt á baðherberginu

Við notum klósettrúlluna sem leynivopn fyrir góðan ilm inn á …
Við notum klósettrúlluna sem leynivopn fyrir góðan ilm inn á baðherbergið. mbl.is/iStock

Salernið lyktar ekki alltaf sem best og þá drögum við fram ilmbrúsa eða kveikjum á kertum. En það getur reynst kostnaðarsamt til lengri tíma þegar aðrar lausnir eru í boði og þá kemur klósettrúllan að góðum notum.

Klósettrúllan mun klára verkið! Settu nokkra dropa af ilmkjarnaolíu á rúlluna og í hvert skipti sem þú dregur hana út mun ilmurinn dreifast um rýmið.

Það sem til þarf:

  • Klósettrúlla
  • Ilmkjarnaolía eða eigin vali. Sítrónuilmur gæti verið meira eins og þú sért nýbúinn að þrífa á meðan lavander gefur rólegt yfirbragð.
  • Settu 5 dropa innan á klósettrúlluna (á þykka pappírinn) og settu hana aftur á haldarann.
  • Njóttu þess að hafa góða angan næst þegar þú dregur rúlluna út.
Það er líka hægt að nota þetta góða ráð á …
Það er líka hægt að nota þetta góða ráð á blautþurrkur. Getty Images/iStockphoto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert