Neitað um afgreiðslu vegna heyrnarleysis

Hér sést geðstirði afgreiðslumaurinn sem hafði engan tíma til að …
Hér sést geðstirði afgreiðslumaurinn sem hafði engan tíma til að afgreiða heyrnalausa konu. mbl.is/skjáskot

Tveggja barna heyrnarlausri konu í Oklahoma í Bandaríkjunum var á dögunum neitað um þjónustu á Burger King undir því yfirskini að það væri of mikið að gera á veitingastaðnum.

Konan, Rachel Hollis, hugðist panta sér mat í gegnum bílalúgu ásamt sonum sínum tveimur. Eitthvað lá illa á starfsmanninum þar sem hann verður fljótlega pirraður á henni og segir við hana að það sé of mikið að gera á staðnum og hún verði að koma inn og panta. Á þessum tímapunkti er Hollis byrjuð að taka upp samskipti þeirra sem henni fannst í meira lagi óvenjuleg. Hún segir að sér hafi sárnað framkoma mannsins. Hún skrifi yfirleitt pöntunina niður á símann sinn og sýni starfsmanni og það sé ekkert vandamál. 

Á endanum kom annar starfsmaður og tók við pöntun Hollis en eftir að hún birti myndbandið hefur ekki staðið á viðbrögðum. Forsvarsmenn Burger King segja að búið sé að reka starfsmanninn enda líðist engin mismunun innan fyrirtækisins.

Heimild: KFOR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert