Alls ekki skola diskana sem fara í uppþvottavélina

Vaskar þú upp eða notast þú við uppþvottavél?
Vaskar þú upp eða notast þú við uppþvottavél? mbl.is/Colourbox

Mörg okkar höfum vanið okkur á að skola diskana áður en þeir fara í uppþvottavélina. Það er einfaldlega rökrétt að maður hefði haldið en að mati sérfræðinganna áttu alls ekki að gera það. Það þýðir þó ekki að matarleyfarnar eigi að fara með í vélina heldur skal skafa af disknum og setja hann þannig í vélina. Og hér eru ástæðurnar:

Í fyrsta lagi eykur það líkurnar á að þú ruglist og haldir að diskarnir séu þvegnir. Margir kannast við þessi mistök.

Í öðru lagi þá þarf þvottaefnið matarleyfarnar til að sinna hlutverki sínu vel. Það er vegna þess að ensímin í þvottefninu eru hönnuð til að festast við matarleyfarnar og án þeirra skolast það bara burt.

Í þriðja lagi eru flestar nútíma uppþvottavélar hannaðar til að meta hversu mikið vatn þarf eftir því hversu skítugt vatnið er. Ef diskarnir eru of hreinir þvær vélin diskana ekki jafn vel og til er ætlast og diskarnir verða ekki jafn hreinir. Það á sérstaklega við þegar búið er að skola nánast allt nema ílátið undan matnum þar sem matarleyfarnar eru hvað fastastar og þrufa meiri þvott. Í þeim tilfellum hanga matarleyfarnar oft ennþá á eftir langan þvottinn því uppþvottavélin mat það svo að diskarnir væru orðnir hreinir.

mbl.is/Colourbox
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert