Pastarétturinn sem tekur kortér að útbúa

Ljósmynd/Linda Ben

Linda Ben á heiðurinn að þessari uppskrift sem ætti að renna ljúflega niður á flestum heimilium enda tekur aðeins 15 mínútur að búa réttinn til.

„Það besta við að elda rétt með risarækjum er að það tekur mjög stuttan tíma að þíða rækjurnar. Ég kaupi yfirleitt risarækjur frá Sælkerafiski, tek þær úr umbúðunum og læt kalt vatn renna á þær, þá verða þær tilbúnar til eldunar á um það bil 30 mínútum,“ segir Linda um uppskriftina sem við hvetjum ykkur til að prófa.

Kortérs risarækjupasta í spicy hvítlaukstómatsósu

  • 400 g risarækjur frá Sælkerafiski
  • 300 g spagettí
  • 1 laukur
  • 5 hvítlauksgeirar
  • 2 tsk. ítölsk kryddblanda
  • Salt og pipar
  • ½ tsk. þurrkað chili-krydd
  • Hunt’s-pastasósa með hvítlauk og lauk
  • 2 dl rjómi
  • 200 g kirsuberjatómatar
  • 1 msk. smjör
  • Rifinn parmesanostur
  • Ferskt basil

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum þar til það er al dente (ekki alveg fullsoðið).
  2. Setjið olíu á pönnuna, skerið laukinn smátt niður og steikið hann þar til hann er orðinn mjúkur og glær. Pressið hvítlaukinn í gegnum hvitlaukspressu (eða skerið smátt niður).
  3. Bætið risarækjunum á pönnuna og kryddið. Þegar risarækjurnar eru byrjaðar að verða bleikar, bætið þá pastasósunni út á ásamt rjómanum. Bætið tómötunum út í. Smakkið til og bætið kryddi út í eftir smekk.
  4. Hellið vatninu af pastanu og bætið því út í sósuna. Setjið smjör út í og blandið öllu saman.
  5. Berið fram með parmesanosti og ferskri basil.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert