Húsráð fyrir kaffiþyrsta

Það vill enginn drekka kaffið sitt upp úr skítugum kaffibolla.
Það vill enginn drekka kaffið sitt upp úr skítugum kaffibolla. mbl.is/Colourbox

Kaffiáhugamenn mega sperra eyrun, því hér er húsráð fyrir alla þá sem glíma við kaffihringi á botninum á bollanum sem ómögulegt er að þrífa burt.

Við getum verið sammála um það, að kaffibollar með brúnum hring í botninum eru ekki heillandi að sjá. Þeir láta annars góðan kaffibolla líta út fyrir að vera haugaskítugur eða kominn til ára sinna. En sem betur fer er til gott ráð um hvernig megi losna við þessa bletti úr bollanum, sem virkar einnig fyrir kaffikönnur.

Svona losnar þú við kaffibletti úr bolla

  • Stráið salti í botninn á bollanum eða kaffikönnunni.
  • Notið uppþvottabursta til að skrúbba blettina upp úr saltinu og þú munt sjá blettina byrja að leysast upp.
  • Þvoið bollann eins og venjan er og hann er tilbúinn til notkunar – eins og nýr!
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert