Nýjasta æðið á TikTok er snargalið

Smjörkerti eru nýjasta æðið á TikTok.
Smjörkerti eru nýjasta æðið á TikTok. mbl.is/@sooziethefoodie/TikTok

Það er óhætt að fullyrða að TikTok sé stöðugt að finna upp á nýjum aðferðum til að skemmta áhorfendum. En nýjasta æðið eru kerti búin til úr smjöri.

Splúnkunýtt frá TikTok stöðinni eru smjörkerti sem bráðna fullkomlega og verða meðfærilegri til að dýfa brauðinu í eða öðru því sem okkur dettur í hug. Það var TikTok-arinn @sooziethefoodie sem birti upphaflegu hugmyndina, en myndbandið hefur fengið meira en 2,1 milljónir í áhorf.

Tæknin felur í sér að fletja út smjörrúllu í ferhyrning og bæta við ætilegum kveik í miðjuna, áður en smjörinu er rúllað upp í kertaform. Þegar kveikt er á „kertinu“, mun smjörið bráðna og verður fullkomlega mjúkt til að nota sem dýfu. Hér má leika sér með ýmsar tegundir af smjöri, t.d. hvítlauks eða trufflusmjör – svo möguleikarnir eru endalausir.

@sooziethefoodie My favorite thing to make is hands down butter candles #candle #butter #nye ♬ TO THE MOON - Jnr Choi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert