Féllu ofan í súkkulaðigám

Súkkulaði er kannski ekki eins skaðlaust og við best höldum.
Súkkulaði er kannski ekki eins skaðlaust og við best höldum. Mbl.is/Getty

Maður þarf að fara varlega með orðin sín, sérstakelga er kemur að þeim draumaóskum að detta ofan í gám að súkkulaði og svamla þar um aleinn og óstuddur.

Tveimur starfsmönnum M&M versmiðjunnar í Pennsylvaníu þurftu á aðstoð að halda er þeir duttu ofan í tank af súkkulaði. Atvikið átti sér stað rétt eftir hádegi að staðartíma, er mennirnir sátu fastir í mittisháu súkkulaðibaði. Fyrsti maðurinn var losaður um klukkutíma eftir að kallað var eftir hjálp og hinn var leystur rétt á eftir. Það sem flækti málið var að ekki þótti ráðlagt að losa mennina sömu leið og þeir komust ofan í tankinn og því þurfti að skera gat á hlið tanksins til að ná þeim út. Annar maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á nærliggjandi spítala á meðan hinum starfsmanninum var flogið með þyrlu á sjúkrahús. Ekki er vitað um tildrög slysins sem eru í athugun hjá vinnueftirlitinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert