Gjafmildir gestir söfnuðu fyrir Kvennaathvarfið

Á aðventunni efndi versluninn Hagkaup til skemmtilegs viðburðar þar sem flygli var komið fyrir utan verslunina og gafst gestum og gangandi kostur á að spila á hljóðfærið.

Fyrir hvert lag sem leikið var lét Hagkaup 5.000 krónur renna til Kvennathvafsins og gaman er að segja frá því að alls safnaðist rúm milljón króna sem þýðir að yfir 200 lög voru leikin.

Ágóðinn rann, eins og áður segir, óskiptur til Kvennaathvarfsins, en hér að neðan má sjá skemmtileg myndband frá viðburðinum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert