Sæt kartöflu- og gulrótasúpa með hvítlauksbrauðsteningum

Samfélagsmiðlastjarnan Yarin Shachagi á heiðurinn af þessari guðdómlegu sætkartöflu- og …
Samfélagsmiðlastjarnan Yarin Shachagi á heiðurinn af þessari guðdómlegu sætkartöflu- og gulrótasúpu með hvítlauksbrauðteningum. Samsett mynd

Matarmiklar og hollar súpur eiga vel við á þessum árstíma og þessi súpa er sérstaklega góð. Þetta er matar- og bragðmikil sæt kartöflu- og gulrótasúpa sem borin er fram með hvítlauksbrauðsteningum sem lyfta súpunni upp á hæstu hæðir.  Samfélagsmiðlastjarnan Yarin Shachagi á heiðurinn af þessari guðdómlegu uppskrift sem vert er að leika eftir.

 

Sæt kartöflu- og gulrótasúpa með hvítlauksbrauðsteningum

  • 1 laukur, saxaður
  • 4 gulrætur, skrældar og skornar í sneiðar
  • 1 meðalstór sæt kartafla, afhýdd og skorin í teninga
  • 1 stk. grasker (butternut-squash) , afhýdd og skorin í teninga
  • 4 salvíublöð
  • 1 msk. timian
  • ½ bolli kókosmjólk
  • 2-3 bollar vatn eða grænmetissoð
  • Salt og svartur pipar, eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið súpupott á hellu, stillið hitann á yfir meðalhita og bætið við ólífuolíu.
  2. Bætið salvíu ogtimianút í olíuna og steikið í 1-2 mínútur. Fjarlægðu síðan og settu til hliðar.
  3. Bætið lauknum í pottinn og steikið þar til hann er gullinbrúnn. Bætið síðan við gulrótasneiðum, sæt kartöflubitum og graskerbitum.
  4. Blandið vel saman og steikið í 1-2 mínútur í viðbót áður en vatni er bætt við.
  5. Bætið við vatni, aukið hitann, kryddið til með salti og pipar og eldið í um 20 mínútur eða þar til grænmetið er mjúkt.
  6. Þegar grænmetið hefur mýkst, bætið þá við kókosmjólk og blandið með handþeytara þar til blandan verður slétt. Smakkið til og kryddið til eftir smekk.

Hvítlauksbrauðteningar

  • 4 brauðsneiðar (Brioche brauð))
  • 5 hvítlauksrif, söxuð
  • 1/3 bolli ólífuolía
  • 1 tsk. salt
  • 2 msk. ferskt rósmarín (valfrjálst)

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í200°C.
  2. Skeriðbriochebrauð í meðalstóra teninga.
  3. Blandið saman ólífuolíu, söxuðum hvítlauk og salti í skál.
  4. Setjið brauðteningana í blönduna þar til þeir eru vel húðaðir.
  5. Settu brauðið á bökunarpappír í ofnplötu og dreifðu rósmaríni ofan á eða á miðja pönnuna til að fá ilm.
  6. Bakið í um það bil 5 mínútur eða þar til að brauðmolarnir eru orðnir gullinbrúnir. 

Meðlæti/skraut

  • 1 msk. graslaukur, saxaður
  • 2 tsk. kókosmjólk
  • 1 msk. graskersfræ
  • 2 tsk. ólífuolía

Framsetning:

  1. Hellið súpunni í skálar og dreypið kókosmjólk og ólífuolíu yfir.
  2. Skreytið með graslauk, graskersfræjum og hvítlauksbrauðteningum.
  3. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert