Himnesk tveggja hráefna Valentínusarvaffla

Hnetusmjörsvöfflur eru hreint lostæti og lífga svo sannarlega upp á …
Hnetusmjörsvöfflur eru hreint lostæti og lífga svo sannarlega upp á hversdagsleikann. Ljósmynd/Aðsend

Það er alltaf jafn vinsælt að skella í vöfflur og á sumum heimilum eru vöfflur órjúfanlegur hluti helgarfríanna. Það er fátt sem toppar hinar hefðbundnu vöfflur en þessi ofur einfalda uppskrift kemst mjög langt með það og steinliggur sem Valentínusarvafflan í ár.

Þessi uppskrift er langt því fá að vera bundin við helgarnar heldur er ekkert sem bannar það að henda í eina eða tvær vöfflur á virkum dögum þegar manni langar til að dekra við bragðlaukana til að brjóta upp hverdagsleikann eða töfra fram kræsingar á dögum sem tilefni er til eins í dag Valentínúsardag. Uppskriftin gefur þér bragðgóða og saðsama vöfflu sem er stökk að utan en mjúk að innan. Það eina sem þarf er hnetusmjör og egg - einfaldara verður það ekki!

Himnesk hnetusmjörsvaffla

Hráefni fyrir hverja og eina vöfflu:

  • 3 msk. hnetusmjör
  • 1 egg

Aðferð:

  1. Setjið hnetusmjörið og eggið saman í skál og blandið saman með pískara þar til blandan verður ljósbrún og þykk.
  2. Hellið blöndunni á heitt vöfflujárn og leyfið að bakast þar til járnið gefur merki um að vafflan sé bökuð í gegn.
  3. Takið vöffluna af járninu og setjið á disk.
  4. Berið fram með banana, berjum, sultu, rjóma, súkkulaði, sýrópi og öllu ykkar eftirlætis meðlæti sem gera góða vöfflu enn betri.
  5. Svo má líka prófa sig áfram með hollara meðlæti.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert