Flytja veitingastaðinn úr mathöllinni

Eigendur veitingastaðarins binda vonir við að Skál gangi vel á …
Eigendur veitingastaðarins binda vonir við að Skál gangi vel á nýjum stað.

Aðstandendur veitingastaðarins Skál hafa tilkynnt að staðurinn verði fluttur úr Hlemmi mathöll á næstunni að Njálsgötu 1. Skál hefur notið mikilla vinsælda í mathöllinni síðustu sjö árin og hlaut árið 2019 hina eftirsóttu Bib Gourmand-viðurkenningu frá Michelin.

Skál hefur notið mikilla vinsælda í mathöllinni á Hlemmi.
Skál hefur notið mikilla vinsælda í mathöllinni á Hlemmi. mbl.is/Árni Sæberg

„Okkur líður eins og að við séum búin að gera allt sem við getum á okkar litla bás á Hlemmi og því kominn tími til að vaxa og fara í okkar eigið rými. Þar getum við farið enn lengra í okkar hugmyndafræði um gestrisni, þjónustu og skapandi matreiðslu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu staðarins. 

Þar segir jafnframt að Thomas Lorentzen yfirkokkur og Jonathan Sadler veitingastjóri hafi bæst í eigendahóp staðarins ásamt Gísla Matthíasi Auðunssyni, sem var einn upphafsmanna Skál.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert