„Spicy“ túnfisksalat sem rífur í

Helga Magga heilsumarkþjálfi deildi með fylgjendum sínum á dögunum sínu …
Helga Magga heilsumarkþjálfi deildi með fylgjendum sínum á dögunum sínu uppáhaldstúnfisksalati. Samsett mynd

Þetta túnfisksalat rífur í og fullkomið fyrir túnfisksaðdáendur. Uppskriftin kemur úr smiðju Helgu Möggu heilsumarkþjálfa og áhrifavalds. Að hennar sögn elskar öll fjölskyldan hennar túnfisksalat. Salatið er gott ofan á allt, brauð, flatköku, hrökkbrauð, frækex eða það sem þig langar að setja túnfisksalatið ofan á. Sjáið Helgu Möggu laga uppáhaldstúnfisksalatið sitt hér fyrir neðan.

@helgamagga.is Spicy túnfisksalat ✨ uppskriftin er komin inn á www.helgamagga.is #cokezero ♬ Pretty girls here - Jaz

Spicy“ túnfisksalat

  • 130 g túnfiskur í vatni (ein dós)
  • 150 g kotasæla
  • 20 g cheezy jalepeno sauce frá Taco truck
  • 50 g agúrka, skorin smátt
  • 30 g rauðlaukur, saxaður
  • ferskur kóríander, saxaður
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hellið vatninu af túnfisknum og setjið í skál ásamt hinum innihaldsefnunum.
  2. Hrærið öllu vel saman og kryddið með salti og pipar.
  3. Berið fram með því sem maginn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert