Klassískur og góður hummus kemur sér ávallt vel

Ljómandi góður og fallegur hummus.
Ljómandi góður og fallegur hummus. Ljósmynd/Unsplash

Hér er á ferðinni ljúffeng uppskrift að klassískum hummus sem kemur úr smiðju Hönnu Ingibjörgu Arnarsdóttur matgæðings sem vel er hægt að mæla með. Þessi hummus er ljómandi góður og fallegur á borðið. Hægt er að njóta hans við hvert tilefni, ofan á frækex, súrdeigsbrauð, naanbrauð eða foccaciabrauð svo fátt sé nefnt.

Hummus

  • 1 dós soðnar kjúklingabaunir (u.þ.b. 250 g án vökva)
  • 3-4 msk. gæða tahini
  • 1-2 hvítlauksgeiri
  • u.þ.b. 5-6 msk. gæða ólífuolía
  • u.þ.b. ½ dl vatn
  • 4 msk. sítrónusafi
  • salt á hnífsoddi
  • paprikuduft, til skrauts
  • steinselja til skrauts

Aðferð:

  1. Setjið baunirnar í matvinnsluvél ásamt tahini, hvítlauk og vatninu.
  2. Látið ganga þar til allt hefur samlagast vel, bætið 2-3 msk. af olíu saman við ásamt sítrónusafanum og saltinu.
  3. Bætið vökvan ef þarf eða eftir því hvað hentar ykkar smekk.
  4. Athugið að vökvamagn kjúklingabauna getur verið mismunandi og því erfitt að gefa upp nákvæmt magn, þess vegna er brýnt að smakka til.
  5. Þegar hummusinn hefur fengið þá áferð sem þið viljið setjið hann þá á disk og setjið svolítið af ólífuolíu yfir ásamt paprikudufti og steinselju, einnig er fallegt að setja nokkrar heilar kjúklingabaunir yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert