Biel borðar í sturtunni

Jessica Biel borðar og drekkur í sturtunni.
Jessica Biel borðar og drekkur í sturtunni. AFP/ALIAH ANDERSON

Hollywood-leikkonan Jessica Biel er með þann vana að borða í sturtu. Hún skammast sín ekki fyrir ósiðinn en segir hann ekki til eftirbreytni. 

Biel greindi frá því á TikTok í desember að hún ætti það til að drekka og borða í sturtu. Hún segir gott að vera með drykk eða mat í íláti og geyma á syllu á milli þess sem sem hún notar sjampó. Hún segir algjört lykilatriði að tyggja matinn án þess að opna munninn. Það skiptir líka máli hvað er borðað í sturtunni en Biel mælir með morgunkorni, jógúrti, kaffi, te og frostpinnum. 

Á dögunum var hún spurð út í málið í sjónvarpsþættinum The View. 

„Þetta er vandræðalegt. Ég held að þetta sundri fólk en í alvöru þá er ég mjög upptekin og þarf að gera margt í einu. Ég forgangsraða mat ekki alltaf,“ sagði Biel hreinskilnislega. „Ég er ekki að segja að þið ættuð að gera þetta. Ekki gera það sem ég geri.“

Hér fyrir neðan má sjá Biel tjá sig um málið umdeilda. 



@jessbiel

(Shower) food for thought… 🚿

♬ original sound - Jessica Biel



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert