Nói og Fálkar í Sjanghæ

Úr kvikmyndinni Nói Albinói.
Úr kvikmyndinni Nói Albinói. mbl.is

Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, er á leið til Shanghæ í Kína til þess að kynna íslenska kvikmyndagerð á Shanghai International Film Festival. Hátíðin er önnur stærsta alþjóðlega kvikmyndahátíð Asíu en í ár verður sérstök áhersla lögð á norræna kvikmyndagerð. Nói Albínói eftir Dag Kára og Fálkar eftir Friðrik Þór Friðriksson verða sýndar á hátíðardagskránni sem stendur frá 5. til 13. júní, og verða þar í góðum hópi norrænna mynda á borð við Wilbur Wants to Kill Himself eftir Lone Scherfig og Ondskan eftir Mikael Hafström.

Að sögn Laufeyjar hefur áhersla hátíðarinnar á norrænar myndir mikla og víðtæka umfjöllun í för með sér. "Þannig verða norrænu myndirnar ekki aðeins sýndar og þeim gert hátt undir höfði í dagskránni og umfjöllun, heldur verða einnig haldnir fyrirlestrar og pallborðsumræður um norræna kvikmyndagerð og það sem er að gerast í hverju landi fyrir sig. Kynningin verður því mjög víðtæk." Leikstjórum íslensku myndanna var boðið að vera viðstaddir hátíðina og taka þátt í umræðum ásamt fleiri norrænum leikstjórum. "Dagur Kári kemst ekki frá tökum, en Friðrik Þór verður á staðnum og mun taka þátt í umræðum."

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Shanghæ hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og segir Laufey það fela í sér gott tækifæri fyrir kynningu íslenskra kvikmynda á Asíumarkaði. "Asía er að byrja að opnast heilmikið fyrir kvikmyndum frá Vesturlöndum og er þetta því mikilvægur tími. Auk þátttöku í hátíðinni verðum við með kynningu á markaði sem tengist hátíðinni, og verðum þar í samfloti með Scandinavian Films. Á fjórða tug fólks sem starfar í kringum norræna kvikmyndagerð mun vera á staðnum og leggja sitt af mörkum til að gera kynningu norrænna kvikmynda sem besta úr garði í tengslum við hátíðina," segir Laufey.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson