Hljómdiskur með sveitasöngvum og nýr vefur Baggalúts

Framhlið hljómdisksins Pabbi þarf að vinna.
Framhlið hljómdisksins Pabbi þarf að vinna.

Forsvarsmenn Baggalúts hafa síður en svo setið auðum höndum. Í dag kom út ný plata með gleðigjöfunum. Platan, sem einungis inniheldur sveitasöngva, kallast Pabbi þarf að vinna en á honum flytur Köntrísveit Baggalúts frumsamda sveitasöngvatónlist.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá forsvarmönnum Baggalúts er Köntrísveitin Íslendingum að góðu kunn, enda brautryðjandi í flutningi og sköpun sveitasöngvatónlistar hérlendis. Á hljómdiskinum er meðal annars að finna banjótryllinn Settu brennivín í mjólkurglasið vina og hið angurværa lag Pabbi þarf að vinna í nótt, sem notið hafa gífurlegrar hylli unnenda sígildrar sveitasöngvahljómlistar undanfarið.

Að sögn Braga Skúlasonar, stjórnarformanns Baggalúts ehf. og forsvarsmanns sveitarinnar markar útgáfan tímamót í tónlistarsögu Íslands - ef ekki Norðurlanda og jafnvel norðanverðar Evrópu allrar: „Með útgáfu hljómdisksins gefst sönnum aðdáendum sveitasöngvatónlistar í fyrsta skipti færi á að eignast og hlýða á sígilda, ómengaða og alíslenska tónlist af þessum toga. Því ber að fagna - húrra!“, er haft eftir Braga í tilkynningunni.

Það er útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar, Geimsteinn, sem gefur hljómdiskinn út.

Vefur Baggalúts er á sömu vefslóð og fyrr, www.baggalutur.is., en hann hefur verið verulega endurbættur eftir langt sumarfrí.

Köntrísveit Baggalúts.
Köntrísveit Baggalúts.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir