Daniel Craig næsti James Bond

Breski leikarinn Daniel Craig, sem sagður er hafa hreppt hlutverk …
Breski leikarinn Daniel Craig, sem sagður er hafa hreppt hlutverk James Bond. Reuters

Breski leikarinn Daniel Craig er sagður hafa hreppt hlutverk njósnarans James Bond. Craig, sem m.a. lék í kvikmyndinni Layer Cake á móti leikkonunni Siennu Miller á síðasta ári. Mun hann taka við hlutverkinu úr höndum Pierce Brosnan, sem leikið hefur í síðustu fjórum kvikmyndum um njósnara hennar hátignar.

Ef satt reynist mun Craig vera fyrsti ljóshærði leikarinn í hlutverki Bonds.

Craig komst í slúðurfréttirnar í vikunni eftir að kvennagullið Jude Law sleit sambandi sínu við Siennu Miller eftir að upp komst að hún hafði haldið framhjá með Craig. Á samband þeirra Craigs og Miller átt að hafa staðið yfir í tvær vikur.

Að sögn breska dagblaðsins Daily Mirror mun Law hafa fyrst haft grun um sambandið á milli leikaranna þegar hann heyrði fyrrum unnustu sína hvísla „Ég elska þig, Daniel“ í síma. Vinur hans staðfesti grun hans.

Blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum, að Jude Law hafi í fyrstu ekki viljað trúa því að Sienna Miller hafi haldið fram hjá honum, sérstaklega ekki eftir allt sem þau hafi gengið í gegnum áður. En fyrr í sumar sleit Sienna Miller trúlofun sinni með Jude Law eftir að hún komst að því að hann hefði haldið framhjá henni með fóstru barna hans frá fyrra sambandi.

Að sögn breska dagblaðsins Daily Mail er búist við að aðstandendur myndanna um James Bond muni tilkynna um valið á Daniel Craig í hlutverki James Bond með formlegum hætti síðar í vikunni.

Jude Law og Sienna Miller þegar allt lék í lyndi.
Jude Law og Sienna Miller þegar allt lék í lyndi. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir