Harry Potter heldur lífi

Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potters.
Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potters. Reuters

Samkvæmt þýska vefritinu Welt Online, hefur útgáfufyrirtæki J. K. Rowling tilkynnt um mögulega lengingu lífdaga Harry Potters. Útgáfu sjöundu og síðustu bókarinnar er nú beðið í ofvæni út um allan heim en bókarkápan var afhjúpuð á dögunum. Ef rétt reynist, mun galdratáningurinn knái aðeins tapa kröftum sínum í viðureign sinni við hinn illa Voldemort en halda velli í lokin.

Miklar getgátur hafa verið uppi um endalok Potters en höfundurinn sjálfur hefur ávallt haldið því fram að bækurnar um hann verði ekki fleiri.

Ein helsta ástæða þess að Harry muni tóra er sú að Rowling og forlagið geti haldið áfram að mala gull í formi framhaldsbóka og mynda. Önnur hugsanleg ástæða er sú að hið góða muni sigra hið illa. Svo nú er bara að bíða eftir útgáfu bókarinnar í júlí og sjá hvort græðgi eða góðvild forði Potter frá harmþrungnum örlögum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson