Lögsækir skólann út af atvinnuleysi

Reuters

Bandarísk kona sem nýverið lauk námi frá Monroe háskólanum í New York hefur höfðað skaðabótamál gegn skólanum. Ásakar hún skólann um að bera ábyrgð á því að hún hafi ekki fengið vinnu eftir útskrift.

Trina Thompson, 27 ára, sem útskrifaðist frá skólanum, sem er í Bronx hverfi í New York, í apríl fer fram á 70 þúsund dali í skaðabætur þar sem hún hafi ekki fengið vinnu þrátt fyrir að hafa lokið námi í upplýsingatækni líkt og skólinn hafi lofað henni. Segir hún að skólinn hafi heitið því að aðstoða hana við að finna vinnu en ekki staðið við það. Það eina sem skólinn hafi gert var að senda henni tölvupóst í þrígang þar sem henni var bent á laus störf.

Talsmaður skólans segir kröfu Thompsons algjörlega úr lausu lofti gripna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir