Lögregla leitar að Naomi Campbell

Naomi Campbell er afar skapstór á köflum.
Naomi Campbell er afar skapstór á köflum. Reuters

Lögregla í New York er að leita að bresku fyrirsætunni Naomi Campbell eftir að hún réðist á bílstjóra sinn í umferðinni á Manhattan, sló hann í höfuðið og lagði síðan á flótta.

Bílstjórinn stöðvaði Cadillac Escalade bílinn, sem hann ók og kallaði á lögreglu eftir að Campbell fékk æðiskast og réðist á hann. Að sögn lögreglu var tekin skýrsla af bílstjóranum á lögreglustöð. Ekki er enn búið að taka ákvörðun um hvort Campbell verður ákærð.  

Campbell hefur oft áður lent í vandræðum vegna skapofsans. Síðast fékk hún æðiskast á Heathrow flugvelli þegar taska hennar kom ekki í leitirnar og réðist á þjónustufólk sitt og tvo lögregluþjóna.  Þá var hún dæmd til 200 tíma samfélagsþjónust. 

Hún þurfti einnig að sópa gólf og hreinsa salerni í bílageymslu fyrir sorpbíla á Manhattan árið 2007 eftir að hún kastaði farsíma í þjónustustúlku.

Árið 2000 var hún einnig sektuð í Toronto fyrir að slá aðstoðarstúlku í höfuðið með farsíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir