Fann höfuð í bjórnum

Rottur geta verið ansi stórar.
Rottur geta verið ansi stórar.

Bandarískur karlmaður höfðaði mál á hendur Heineken og FEMSA Cerveza eftir að hann fann höfuð af rottu í flösku af bjórnum Tecate Light. Maðurinn segist hafa orðið fyrir miklum andlegum skaða.

Fjölmiðlar í borginni Houston í Texasfylki greina frá atvikinu, sem átti sér að vísu stað fyrir tveimur árum.

Maðurinn sem er um sextugt kom heim eftir langan vinnudag og ákvað að verðlauna sig með einum bjór. Hann tók nokkuð stóran sopa en áttaði sig fljótt á að bragðið var ekki líkt og hann átti að venjast. Eiginkona hans benti honum þá á, að höfuð flyti um í flöskunni.

Í kjölfar þess að sjá höfuðið kastaði maðurinn upp í sífellu og hélt á sjúkrahús til rannsókna. Í málaskjölum kemur fram, að um leið hefði hann velt fyrir sér hvort rottan hefði drepist vegna rottueiturs. Hann óttaðist því um líf sitt.

Tecate er bruggaður í Mexíkó af fyrirtækinu FEMSA Cerveza. Maðurinn sótti fyrirtækið til saka en einnig Heineken þar sem það dreifir bjórnum í Bandaríkjunum.

Í yfirlýsingu frá Heineken segir að það standi við bakið á Mexíkóska fyrirtækinu enda séu öryggiskröfur og gæðaeftirlit þar á heimsmælikvarða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir