Giftist kettinum sínum

Hin hamingjusömu „brúðhjón“.
Hin hamingjusömu „brúðhjón“.

Þýskur bréfberi hefur „gifst“ kettinum sínum. Hann segist í samtali við þýska dagblaðið Bild hafa viljað ganga í það heilaga áður en læðan Cecilia, sem er bæði of þung og með asma, myndi deyja.

„Cecila er svo traust. Við kúrum alltaf saman og hún hefur ávallt sofið í mínu rúmi,“ segir hinn 39 ára gamli piparsveinn Uwe Mitzscherlich. Hann er búsettur í Possendorf, sem er skammt frá Dresden.

„Hjarta okkar slá í takt. Þetta er einstakt,“ segir hann.

Það er bannað að giftast dýrum í Þýskalandi. Því brá Mitzscherlich á það ráð að greiða leikkonu 300 evrur (um 50.000 kr.) til að láta gefa sig og köttinn saman. Tvíburabróðir brúðgumans var síðan vottur.

Mitzscherlich fór í sitt fínasta púss og setti á sig pípuhatt í tilefni dagsins. Hin 15 ára gamla læða var að sjálfsögðu í hvítu.

Athöfnina má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú býrð yfir nýjungagirni og einstaklingshyggju og þarft á miklu frjálsræði að halda. Þú munt standa frammi fyrir spennandi valmöguleikum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú býrð yfir nýjungagirni og einstaklingshyggju og þarft á miklu frjálsræði að halda. Þú munt standa frammi fyrir spennandi valmöguleikum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio