Kaupir réttinn að nýrri íslenskri gamanmynd

Þorkell og Arnar Marinó reka framleiðslufyrirtækið The Markell Brothers.
Þorkell og Arnar Marinó reka framleiðslufyrirtækið The Markell Brothers. Samsett mynd

Þýska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Picture Tree International hefur keypt söluréttinn á íslensku gamanmyndinni Divine Remedy í leikstjórn þeirra Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar. Tökur á kvikmyndinni standa nú yfir á Íslandi og einnig í vínhéraðinu Rioja á Spáni. 

Divine Remedy fjallar um hóp íslenskra presta sem leggja af stað í leiðangur til að finna hið fullkomna kirkjuvín eða altarissakramentis. Áætlað er að frumsýna kvikmyndina á næsta ári. 

Með helstu hlutverk fara þau Vivian Ólafsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Halldór Gylfason, Sverrir Þór Sverrisson og Þröstur Leó Gunnarsson. 

Picture Tree International seldi nýverið réttinn að íslensku gamanmyndinni Fullt hús eða Grand Finale, sem sló heldur betur í gegn hjá kvikmyndagestum fyrr á árinu, til Þýskalands, Austurríkis, Taívan og Ástralíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú býrð yfir nýjungagirni og einstaklingshyggju og þarft á miklu frjálsræði að halda. Þú munt standa frammi fyrir spennandi valmöguleikum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú býrð yfir nýjungagirni og einstaklingshyggju og þarft á miklu frjálsræði að halda. Þú munt standa frammi fyrir spennandi valmöguleikum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio