Meintur barnaníðingur handtekinn

Myndin sem Interpol birti af meintum barnaníðingi á mánudaginn.
Myndin sem Interpol birti af meintum barnaníðingi á mánudaginn.

Interpol greindi frá því í dag að lögregla í Bandaríkjunum hefði handsamað meintan barnaníðing eftir að alþjóðalögreglan fór fram á hjálp almennings við að hafa hendur í hári hans. Hann er grunaður um að hafa misþyrmt a.m.k. þrem drengjum frá Suðaustur-Asíu.

Interpol greindi frá því í dag að maðurinn heiti Wayne Nelson Corliss, og væri leikari, einnig þekktur undir nafninu Casey Wane. Myndir sem lögreglan í Noregi lagði hald á fyrir tveim árum sýna meint afbrot hans.

Interpol birti mynd af manninum á mánudaginn og bað um upplýsingar um hann. Rannsókn málsins undanfarin tvö ár hafði hvorki leitt í ljós hver hinn meinti níðingur væri, né hvar hann héldi sig. Hann var handtekinn í New Jersey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert