Skaut ísbjörn í sjálfsvörn

Rússneskur vísindamaður á Svalbarða varð fyrir árás ísbjarnar um helgina og skaut björninn í sjálfsvörn. Maðurinn var einn í tjaldbúðum hóps, sem hann er í rannsóknaleiðangri með, þegar björninn lagði til atlögu um þrjúleytið á laugardaginn.

Vísindamaðurinn reyndi ítrekað að hræða björninn burtu, en þegar hann átti aðeins fjögur skot eftir í byssu sinni beindi hann henni að birninum.

Frá þessu greinir Aftenposten. Björninn var ungt karldýr, 140 kíló.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert