Skotárás í höfuðstöðvum demókrata í Arkansas

Byssumaður gekk inn í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Arkansas í Bandaríkjunum og hóf skothríð með þeim afleiðingum að einn særðist lífshættulega. 

Að sögn lögreglu flýði byssumaðurinn af vettvangi í bifreið. Lögreglan veitti honum eftirför og skaut hann. Byssumaðurinn liggur nú á sjúkrahúsi.

Ekki hefur fengist staðfest hver varð fyrir skotinu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að talið sé að formaður demókrataflokksins í ríkinu, Bill Gwatney, hafi verið skotinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert