Átök í Jerúsalem

Eldfimt ástand ríkir nú í Jerúsalem eftir að átök brutust út við mosku í gamla hluta borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ísraelsku lögreglunni köstuðu palestínsk ungmenni grjóti að lögreglu og slösuðust 17 sérsveitarmenn í átökunum. Ellefu voru handteknir.

Samkvæmt upplýsingum frá vitnum var um tugur Palestínumanna sárir. Að sögn Saeb Erakat, aðalsamningamanns Palestínumanna, eru Ísraelar vísvitandi að reyna að auka á spennuna í Jerúsalem með aðgerðum sem þessum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og vitna má rekja upptök átakanna til þess er hópur ferðamanna kom inn á svæðið þar sem moskan er og hefur verið griðastaður. Í fyrstu var talið að hópurinn væri gyðingar en síðar kom í ljós að um franska ferðamenn væri að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka