Haítíbúar verði aftur Afríkumenn

Forseti Senegal, Abdoulaye Wade og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands.
Forseti Senegal, Abdoulaye Wade og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands. PASCAL ROSSIGNOL

„Síendurtekin áföll sem dynja á Haítíbúum frá mig til þess að leggja til róttæka lausn,” sagði Abdoulaye Wade, forseti Senegal í dag, í viðtali við France Info útvarpsstöðina. „Að grípa til aðgerða til þess að skapa, einhvers staðar í Afríku, skilyrði fyrir Haítíbúa til að snúa aftur til Afríku,” sagði hann.

Wade kallaði á Afríkuríki að skapa einhvers staðar rými fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna á Haítí, svo þau geti hafið nýtt líf í heimsálfunni, þaðan sem forfeður þeirra voru hrifsaðir af nýlenduherrum fyrr á öldum.

„Þeir völdu ekki að fara til þessarar eyjar,” bætit Wade við og vísaði þannig í að Haítí var áður frönsk nýlenda og Afríkumenn voru fluttir þangað í helium skipsförmum frá Afríku, frá og með sextándu öld. „Það er skylda okkar að viðurkenna rétt þeirra til þess að snúa aftur til lands forfeðra þeirra.”

Aðstoðarmaður forsetans, Mamadou Bamba Ndiaye, gaf nánari útlistun á hugmyndum forsetans. ,,Ef þetta er bara lítill fjöldi fólks munum við bjóða þeim þak yfir höfuðið og dálítinn landsskika. Ef fólkið vill koma í miklum fjölda munum við bjóða þeim heilt landssvæði.

„Það væri ekki í fyrsta skipti sem fyrrverandi þrælar eða afkomendur þeirra væru fluttir aftur til Afríku,” sagði Wade, og vísaði í að svipað hafi verið gert í Líberíu. ,,Nú er úrlausnarefnið að finna út úr því hvernig er hægt að gera þetta og hver á að bera kostnaðinn af því.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert