Lífeyrisgreiðslur frystar og skattar hækkaðir

Grísk stjórnvöld stefna á að ná 4,8 milljarða evra sparnaði …
Grísk stjórnvöld stefna á að ná 4,8 milljarða evra sparnaði með aðgerðum sínum. Reuters

Stjórnvöld í Grikklandi ætla að frysta lífeyrisgreiðslur, hækka söluskatt og skatta á munaðarvarningi, auk þess sem bónusgreiðslur sem opinberir starfsmenn hafa fengið í tengslum við sumarleyfi sín verða lækkaðar um 30%.

Þetta er meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn landsins tilkynnti í dag og vonast er til að sannfæri Evrópusambandi og fjármálamarkaði um að forða megi Grikklandi frá gjaldþroti. 

Stefna stjórnvöld að því að ná fram 4,8 milljarða evra sparnaði með aðgerðum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert