KLM segir óhætt að fljúga

Farþegar bíða á Schipholflugvelli um helgina.
Farþegar bíða á Schipholflugvelli um helgina. Reuters

Hollenska flugfélagið KLM segir að óhætt sé að fljúga víðast hvar í Evrópu þrátt fyrir öskuslæðuna, sem lagðist yfir mestalla álfuna. Flugfélagið hefur sent flugvélar á loft til að kanna hvort gjóskan valdi einhverju tjóni á þeim en svo hefur ekki verið.

Fyrirtækið segir í yfirlýsingu, að það sé fullkomlega öruggt að fljúga yfir Evrópu í dagsbirtu. Félagið sendi tvær fragtflugvélar frá Hollandi til Taílands og Taívan síðdegis. Þá lét félagið 9 farþegaflugvélar fljúga án farþega milli Amsterdam og Düsseldorf í dag. Engin þeirravéla lenti í vandræðum að sögn félagsins.

Hollenskri lofthelgi var lokað klukkan 16 á fimmtudag vegna öskuskýsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert