Visin Afríkublóm og eldgos á Íslandi

Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Eyjafjallajökli eru blómabændur í Kenía. Það er eflaust óhætt að fullyrða að þetta sé eitthvað sem þeir hafi aldrei gert sér í hugarlund. Röskun á flugbanni í Evrópu hefur hins vegar haft áhrif á blómaútflutning bændanna.

Áhrif eldgossins teygja sig hins vegar víða og það finna bændurnir í Kenía, sem eru aðeins í um 8500 km fjarlægð frá Íslandi.

Flugröskunin í Evrópu hefur hins vegar leitt til þess að ekkert er pantað á blóma-uppboðsmarkaðinn í Aalsmeer í Hollandi. Vegna þessa verða blómabændurnir tekjum sem nema um þremur milljónum dala (382 milljónum kr) dag hvern.

Ríflega þriðjungur allra blóma sem eru flutt til Evrópusambandsríkja koma frá Kenía. Einn blómabóndi þar í landi sér fram á að eyðileggja 6,5 tonn af rósum sem komust ekki á leiðarenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert