„Hurricane“ Carter fallinn frá

Nelson Mandela (til hægri) og Rubin
Nelson Mandela (til hægri) og Rubin "Hurricane" Carter. AFP

Bandaríski hnefaleikakappinn Rubin „Hurricane“ Carter lést í dag, 78 ára aldri, eftir erfiða og langa baráttu við krabbamein.

Hann sló í gegn sem hnefaleikari á sínum tíma, en varð heimsfrægur þegar hann hlaut þungan fangelsisdóm árið 1966. Hann var sakaður um að hafa myrt þrjá hvíta menn í New Jersey.

Ýmis mannréttindasamtök töldu að kynþáttahatur hefði verið ástæða þess að hann var dæmdur.

Hann sat saklaus inni í samtals nítján ár. 

Eftir að hann var látinn laus árið 1985 helgaði hann líf sitt baráttu fyrir alla þá sem setið hafa saklausir í fangelsum, að því er segir í frétt AFP.

Eins og frægt er sögn Bob Dylan um örlög Carters í laginu Hurricane, en það kom út á plötunni Desire árið 1976.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert