NATO sýnilegra í Austur-Evrópu

Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO var á Íslandi fyrir skemmstu.
Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO var á Íslandi fyrir skemmstu. Árni Sæberg

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, sagði í dag að bandalagið ætli sér að auka á sýnileika sinn í Austur-Evrópu, sem og koma á fót hersveitum á svæðinu sem gætu brugðist hratt við aðstæðum á svæðinu. Ástæðurnar eru átök í austurhluta Úkraínu.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi og öðrum lykillöndum bandalagsins, hafa hingað til gefið í skyn að þau hefðu ekki í hyggju að auka veru NATO-herja á svæðinu. Talið er að sú ákvörðun sé til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt vopnakapphlaup milli NATO og Rússa. Nú kveður hins vegar við annan tón.

Leiðtogar bandalagsþjóðanna muni hittast í Cardiff í Wales í næst viku, og svo virðist sem bandalagið ætli sér að sýna fram á það muni geta brugðist hratt og örugglega við ógn í Austur-Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert