Bretar í flestum tilfellum tapað

AFP

Breskir þingmenn á Evrópuþinginu hafa í langflestum tilfellum orðið undir í atkvæðagreiðslum í þinginu þegar þeir hafa lagst gegn nýrri lagasetningu samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum bresku hugveitunnar Business for Britain.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að á tímabilinu 2009-2014 hafi 1.936 atkvæðagreiðslur farið fram á Evrópuþinginu. Meirihluti þingmanna Bretlands hafi lagst gegn viðkomandi lagasetningu í 576 þeirra en í 485 tilfellum var hún engu að síður samþykkt með atkvæðum þingmanna annarra ríkja Evrópusambandsins. Þannig hafi bresku þingmennirnir orðið undir í 86% tilfella þegar þeir hafi lagst gegn setningu laga.

Fyrr á árinu var greint frá annarri rannsókn hugveitunnar þar sem kom fram að öll þau mál sem Bretar hefðu greitt atkvæði gegn í ráðherraráði ESB frá árinu 1996 hefðu þrátt fyrir andstöðu þeirra verið samþykkt og í kjölfarið orðið að breskum lögum. 

Frétt mbl.is: Höfnun Breta engu skilað

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert