Foreldrarnir látnir lausir

Ashya King.
Ashya King. AFP

Foreldrar Ashya King, fimm ára gamals drengs með heilaæxli sem fluttur var fárveikur af sjúkrahúsi í Bretlandi án leyfis lækna, hafa verið látnir lausir úr gæsluvarðhaldi á Spáni en þeir voru hnepptir í það í gær fyrir að hafa tekið drenginn af sjúkrahúsinu.

Haft er eftir foreldrum drengsins í frétt AFP að þeir hlökkuðu til þess að hitta hann á ný. Gefin var út alþjóðleg handtökuskipun eftir að parið fór með drenginn af sjúkrahúsinu í Bretlandi. Hann dvelur nú á sjúkrahúsi á Malaga á Spáni.

Fréttir mbl.is:

Foreldrar Ashya í gæsluvarðhald

Farið fram á framsal fjöl­skyld­unn­ar

Faðir­inn birti mynd­skeið af As­hya

As­hya fannst á Spáni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert