Yfirfullar skólastofur í Noregi

Fyrir tíu árum var afnumin sú regla í norsku skólakerfi að ekki mættu vera meira en 28 nemendur í bekk í grunnskólum landsins. Í dag er staðan sú að í fjölmörgum bekkjum eru nemendurnir þrjátíu talsins. Grunnskólakennarinn Tore Sørum segir í samtali við Aftenposten að þetta sé há tala en ef kennarinn er góður þá geti þetta gengið upp. 

Samkvæmt frétt Aftenposten er nánast allir grunnskólar í Ósló að springa og segir Hilde Bentsen, sem er formaður félags skólastjórnenda, að það sé í höndum sveitarfélaganna að ákveða hvernig staðið sé að skólamálum. Í Ósló minnki framlag til skólamála ár frá ári.

Í mörgum skólum er það þannig að einn kennari er með þrjátíu nemendur og að kennslustofur rúmi vart þann fjölda sem þar er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert